Banna laxeldi í opnum sjókvíum við strendur Bresku Kólumbíu...
Laxeldi í opnum sjókvíum verður bannað við strendur Bresku Kólumbíu frá lokum júní-mánaðar árið 2029. Stjórnvöld í Kanada ákváðu árið 2019 að skipt yrði úr opnu sjókvíaeldi í landeldi til þess að vernda villta laxastofna í Kyrrahafi. Sjávarútvegsráðherra Kanada tilkynnti um fyrirhugað bann í gær.Umhverfisverndarsamtök fagna ákvörðuninni um að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Þau segja það hafa leitt til hnignunar yfir helmings þeirra villtu laxastofna sem finna má við strendur Bresku-Kólumbíu.Samtök og fyrirtæki í sjávarútvegi eru hins vegar mótfallin banninu. Þau segja landeldi ekki geta mætt framleiðslugetu opinna sjókvía innan fimm ára. Auk þess verði nærsamfélagið af töluverðum tekjum sem fást af sjókvíeldi og allt að sex þúsund manns sætu eftir án atvinnu.Stjórnvöld í Kanada segja að í lok júlí næstkomandi sé von á áætlun um hvernig komið verði til móts við þá hópa sem reiði sig á opið sjókvíaeldi sér til lífsviðurværis. Umhverfisverndarsamtök kalla þó eftir skýrari lagaramma í tengslum við sjókvíaeldi. …