Fyrsti áfangi lengstu botnganga heims hafinn í Danmörku...
Það var hátíðlegt á mánudaginn var í bænum Rodby á Láglandi, suðaustast í Danmörku, þegar Friðrik tíundi X vígði fyrsta hluta Fehmarn-gangnanna milli Danmerkur og Þýskalands.Sá hluti er 217 metrar og verður hann fullbúinn á næstunni. Göngin verða í heildina tæplega 18 kílómetra löng.Danska ríkisfyrirtækið Femern sér um framkvæmdina, sem hleypur á 7,4 milljörðum evra eða um 1.100 milljörðum króna.Það er þó aðeins kostnaðaráætlun og má gera ráð fyrir að þessi stærsta innviðaframkvæmd Danmerkur komi til með að kosta enn meira.Áratugagamlar hugmyndirBotngöngin, sem verða þau lengstu í heimi, koma til með að tengja Láland við eyjuna Fehmarn úti fyrir Slésvík-Holtsetalandi í Norður-Þýskalandi.Bæði verður hægt að fara akandi um göngin og með lest. Alls mynda 89 217 metra langar forsteyptar einingar göngin. Danska ríkið slær lán fyrir þessari miklu smíð og borgar upp með innheimtu vegtolla.Ferðin um göngin tekur tíu mínútur í akstri og sjö mínútur um borð í lest. Verktakinn segir að lestarferðir milli Kaupmannahafnar og Hamborgar, sem í dag taka um fimm klukkustundir, styttist niður í þrjár.Hugmyndir um göng milli Danmerkur og Þýskalands á þessum tiltekna stað má rekja til ársins 1963. Fýsileikakannanir voru gerðar á tíunda áratugnum og árið 2010 var samkomulag um byggingu þeirra loksins undirritað.Verklok eru fyrirhuguð árið 2029, 66 árum eftir að hugmyndir um göngin komu fyrst fram.Áður var sagt að göngin væru svokölluð flotgöng en hið rétta er að þau eru botngöng. Fréttinni og fyrirsögn hennar var breytt í samræmi við það. …