Ísland upp um tvö sæti á FIFA listanum...

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer upp um tvö sæti á nýjum FIFA lista sem hefur verið gefinn var út nú í morgun. Ísland situr í 70. sæti, en listinn var síðast gefinn út í apríl. Síðan þá hafa okkar menn unnið góðan sigur gegn Englandi á Wembley og tapað 0-4 gegn Hollandi í Rotterdam. Ísland hefur hæst komist í 18. sæti á styrkleikalistanum en það var í byrjun árs 2018. Efstu þrjú sæti listans haldast óbreytt frá því í apríl en Argentínumenn eru á toppnum, Frakkar í öðru sæti og Belgar í því þriðja. Hástökkvarar listans að þessu sinni eru Líberíumenn en þeir fara upp um 10 sæti og sitja í sæti 142. Listann í heild sinni má sjá á heimasíðu FIFA.Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu gegn EnglandiEPA