Megn stybba og ammoníakský út úr húsinu
Megn stybba og ammoníakský út úr húsinu...

Slökkviliðsmenn frá Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði voru að störfum frá klukkan þrjú í fyrrinótt og fram eftir degi í gær við að stöðva ammoníakleka í gamla frystihúsinu á Tálknafirði. Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri segir það heppni að vindáttin var þannig að reykinn lagði út á haf en ekki yfir bæinn.„Við vorum kölluð út hérna um þrjú. Þá var megn stybba yfir allri smábátabryggjunni og höfninni hér í Tálknafirði enda þegar við komum á staðinn þá gýs hérna á móti okkur hvítt ský, ammoníakský út úr húsinu.“Vegfarandi lét vitaVegfarandi varð var við lyktina á hafnarsvæðinu og lét vita. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var mikil lykt í kringum höfnina. Óþefurinn var slíkur að slökkviliðið þurfti að koma búnaðinum fyrir í ágætri fjarlægð frá húsinu„Kosturinn við ammoníak er að þú ert löngu hlaupinn í burtu áður en þér verður eitthvað illt eða meint af,“ segir Davíð. Slökkviliðsmennirnir sem fóru inn í rýmið klæddust gulum hlífðarbúningum.Notuðu reykelsi til að finna upptökinDavíð segir aðgerðir á vettvangi hafa gengið vel en tekið sinn tíma. 15-20 manns úr slökkviliðum á svæðinu klæddust eiturvarnarbúningum við að ná tökum á lekanum. Fyrsta verk var að minnka magnið af ammoníaki í loftinu og reykræsta húsið svo hægt væri að nota hefðbundnar aðferðir til að finna upptök lekans, svo sem með reykelsi.„Loginn í reykelsinu stækkar nær ammoníakinu. Við sjáum það á reyknum í hvaða átt hann stefnir og þar af leiðandi hvar lekinn er,“ segir Davíð.Ljóst eftir nokkra daga hvort tekist hafi að stöðva lekannSlökkviliðið lauk störfum á vettvangi um klukkan fimm síðdegis. Í ljós kom að ammoníakið lak úr kælibúnaði sem kominn er til ára sinna. Upptökin voru í einni vél sem verður vöktuð næstu daga þar til ljóst er að búið sé að koma í veg fyrir frekari leka.