Pútín fer frá Norður-Kóreu til Víetnam...
Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom til Víetnam í morgun eftir að hafa lokið heimsókn sinni í Norður-Kóreu. Þar undirritaði hann varnarsáttmála ásamt leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un.Í Víetnam fer hann meðal annars á fund Nguyen Phu Trong, leiðtoga víetnamska kommúnistaflokksins, Pham Minh Chinh forsætisráðherra og To Lam forseta Víetnam.Bandaríkjamenn fordæmdu heimsókn Pútíns til Víetnam. Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Hanoi sagði í vikunni að ekkert ríki ætti að gefa Pútín vettvang til þess að normalísera voðaverk Rússa í Úkraínu. Víetnam hefur, ólíkt Norður-Kóreu, byggt upp samskipti og viðskiptatengsl við bæði Bandaríkin og Evrópusambandið síðustu ár.Flugvél Pútíns lenti á flugvellinum í Hanoi snemma í morgun.EPA-EFE / LUONG THAI LINHVíetnam hefur leitast við að gæta hlutleysis gagnvart stríðinu í Úkraínu og hefur ekki opinberlega fordæmt innrás Rússa. Pútín hampaði Víetnam í aðdraganda heimsóknarinnar fyrir afstöðu sína gagnvart stríðinu sem rússnesk stjórnvöld kalla sérstaka hernaðaraðgerð. …