Stórleikjaþema á EM í Þýskalandi í dag...
EM karla í fótbolta heldur áfram í dag með miklum látum en óhætt er að segja að hálfgert stórleikjaþema einkenni þennan sjöunda keppnisdag í Þýskalandi. Í dag er það B og C riðill sem eiga sviðið.Grannaslagur í MunchenFyrsti leikur dagsins hefst klukkan 13:00 þegar Slóvenía mætir grönnum sínum frá Serbíu. Serbar þurfa nauðsynlega á sigri að halda en liðið tapaði gegn Englandi í fyrstu umferð og gæti verið komið með bakið upp við vegg, nái liðið ekki að sigra Slóvena í dag en þeir gerðu jafntefli við Dani í fyrstu umferð.Benjamin Sesko skýtur í stöng gegn Dönum í fyrstu umferðEPAEnglendingar mæta DönumÞað má reikna með að margir séu búnir að taka frá tímann milli 16 og 18 í dag þegar Englendingar og Danir mætast í Frankfurt. England getur tryggt sér toppsætið í riðlinum, sigri þeir Dani í dag en frændur okkar gerðu jafntefli við Slóvena í fyrstu umferð. Bæði þessi lið þóttu fremur ósannfærandi í fyrstu umferð og því verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks.Jude Bellingham fagnar marki sínu gegn SerbíuEPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORFStórleikur í kvöldRúsinan í pylsuendanum verður svo stórleikur Spánar og Ítalíu sem hefst klukkan 19:00 en sigurvegarinn tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum. Bæði lið koma full sjálfstrausts inn í þessa viðureign en Spánverjar rúlluðu yfir Króata í fyrstu umferð á meðan Ítalir unnu sterkan sigur á Albaníu.Gianluca Scamacca skallar að marki gegn AlbaníuEPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORFLeikir dagsins13:00 Slóvenía – Serbía – Upphitun í EM stofu frá 12:4016:00 England – Danmörk – Upphitun í EM stofu frá 15:3019:00 Spánn – Ítlía – Upphitun í EM stofu frá 18:30 …