Þrettán ára drengir ákærðir fyrir að nauðga 12 ára stúlku
Þrettán ára drengir ákærðir fyrir að nauðga 12 ára stúlku...

Þrír táningsdrengir voru handteknir á mánudag í tengslum við hópnauðgun og mögulegan hatursglæp vegna árásar á tólf ára stúlku í úthverfi Parísar á laugardag. Talið er að drengirnir hafi ráðist á stúlkuna vegna þess að hún er gyðingur. Málið hefur vakið mikinn óhug í Frakklandi. Hundruð mótmæltu í París og Lyon í gær og stjórnmálaleiðtogar fordæmdu árásina.Drengirnir eru á aldrinum tólf til þrettán ára. Tveir þeirra voru ákærðir fyrir hópnauðgun en allir þrír voru ákærðir fyrir líkamsárás, líflátshótanir, ofbeldi og niðrandi orðalag á grundvelli trúar auk annarra ákæruliða. Drengirnir sem voru ákærðir fyrir nauðgun eru í gæsluvarðhaldi í þágu áframhaldandi rannsóknar en þeim þriðja var leyft að fara heim.Stúlkan sagði lögreglu að drengirnir hefðu hótað henni lífláti meðan á árásinni stóð og notað orðalag sem var niðrandi gagnvart gyðingum, hefur fréttastofa AFP eftir heimildarmanni innan lögreglunnar í París. Saksóknarar í París segja drengina hafa tjáð harm í garð stúlkunnar en ekki gengist við sakarefnum.Hvetja til baráttu gegn hatursorðræðuEmmanuel Macron Frakklandsforseti bað skóla um að skipuleggja umræður um baráttu gegn kynþáttahatri og gyðingahatri. Það væri til þess að „koma í veg fyrir að hatursorðræða og alvarlegar afleiðingar hennar gegnsýri skólana,“ er fram kom í tilkynningu frá skrifstofu Macrons. Árásum gegn gyðingum og múslimum hefur fjölgað eftir að stríð braust út milli Ísrael og Hamas í október.Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands, sagði í færslu á samfélagsmiðlinum X í gær að stúlkunni hafi verið nauðgað vegna þess að hún væri gyðingur. Hann kallaði eftir því að gerendurnir yrðu harðlega fordæmdir og að samfélagið sameinist í baráttu gegn gyðingahatri.Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, fordæmdi árásina einnig í sjónvarpsviðtali. Þar sagði hann lögregluna hafa takmarkaða getu til þess að koma í veg fyrir árás sem þessa. Vandinn liggi hjá foreldrum, yfirvöldum og samfélaginu í heild.