Vilja að Sunak rannsaki veðmál innherja um fyrirhugaðan kjördag
Vilja að Sunak rannsaki veðmál innherja um fyrirhugaðan kjördag...

Andstæðingar Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, krefjast þess að hann hefji rannsókn á því hverjir vissu hvenær boðað yrði til kosninga þar í landi. Kosningar verða til þings 4. júlí, eins og Sunak tilkynnti flestum að óvörum fyrir fáeinum vikum.En þó greinilega ekki öllum, þar sem fleiri en einn og fleiri en tveir nánir samstarfsmenn Sunaks virðast hafa veðjað á hvenær yfirvofandi kosningar yrðu boðaðar. Nokkuð ólíklegt hafði þótt að hann boðaði til kosninga í júlí og má því gera ráð fyrir að menn hafi efnast nokkuð á veðmálinu.Einn úr lífvarðasveit forsætisráðherrans á að hafa veðjað á að kosningar yrðu boðaðar 4. júlí og var hann handtekinn og færður til yfirheyrslu. Þar að auki eiga tveir frambjóðendur Íhaldsflokksins sömuleiðis að hafa veðjað á fyirhugaðar kjördag. Lundúnalögreglan segir að starfsmaður í lífvarðasveit Sunaks hafi verið vikið frá störfum vegna málsins.„Það er ólykt af þessu og svara er þörf. Það verður að rannsaka hverjir vissu hvað og hvenær,“ segir Daisy Cooper, varaleiðtogi Frjálslyndra demókrata.„Ef menn notuðu innherjaupplýsingar til þess að veðja, þá er það mjög rangt,“ segir Michael Gove, ráðherra og flokksbróðir Sunaks.Þungur róður fyrir ÍhaldsflokkinnAllar líkur eru á að Sunak verði bolað út úr Downing-stræti 10 eftir kosningarnar og að Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, komi í hans stað.Íhaldsflokkur Sunaks hefur verið við völd í fjórtán ár og haft fimm forsætisráðherra í brúnni.Verkamannaflokkurinn mælist iðulega með um 20 prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn sem gæti fengið minnsta fylgi í rúma öld.