Fá tíu ár til að selja hlut sinn í grænlenskum útgerðum...
Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands.