Bjargaði lífi sínu með tómum olíutanki...

Maður bjargaðist úr sjávarháska á sunnanverðu Kyrrahafi eftir að bátur sem hann var á sökk við Salómonseyjar. Maðurinn var ásamt öðrum manni á ferð þegar sjórinn byrjaði að ólmast með þeim afleiðingum að bátur þeirra sökk. Maðurinn tæmdi olíutank og notaði hann til að halda sér á floti. Þannig hélst hann á yfirborði sjávarins í sólarhring áður en honum skolaði á land. Íbúar í þorpi nærri ströndinni þar sem maðurinn kom á land komu honum til bjargar. Ekkert hefur hins vegar spurst til skipstjórans.