Tíu heimilislausir Kópa­vogs­búar í Reykja­vík að jafnaði í hverjum mánuði

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur vinna nú að því að kortleggja stöðu heimilislausra í sveitarfélögum sínum. Sveitarfélögin hafa gert með sér samkomulag á um ráðningu verkefnastjóra tímabundið til þess að kortleggja stöðuna og mun hann skila tillögu í upphafi ársins 2023 þar sem horft verður til mögulegs samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í málefnum heimilislausra.

Að jafnaði eru tíu einstaklingar á mánuði sem nýta sér gistiskýlin í Reykjavík sem eru með lögheimili í Kópavogi en gistinætur á hvern einstakling eru mismunandi. Velferðarsvið Kópavogsbæjar greiðir gistináttagjald til Reykjavíkur sem er rúmlega 20 þúsund nóttin á einstakling. Á þessu ári greiddi sem dæmi Kópavogsbær 2,7 milljónir fyrir gistinætur í nóvember fyrir gistingu í Konukoti, gistiskýlinu Grandagarði og Lindargötu. Væri það framreiknað á tólf mánuði væru það um 32 milljónir á ári.