Eldhætta skapast þegar gömul hús gangast undir endurbætur...

Slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að hér á landi séu gömul hús og byggingar sem geymi menningarverðmæti heilt yfir vel búin hvað varðar brunavarnir og úðarakerfi. Hann segir að gömul hús í endurbyggingu, líkt og Børsen kauphöllin í Kaupmannahöfn sem brann í vikunni, í hvað mestri eldhættu.„Almennt eru þessi söfn og slíkir hlutir hér á höfuðborgarsvæðinu í mjög góðri stöðu. Geymslur sem hafa verið byggðar hafa verið byggðar samkvæmt nýjustu tækni. En eigendur og við í samvinnu við þá þurfum alltaf að vera á tánum og yfirfara þennan búnað reglulega,“ segir Jón Viðar.Mikilvægt að fjarlægja menningarverðmætiEitt sögufrægasta hús Danmerkur, Børsen kauphöllin í Kaupmannahöfn, varð eldi að bráð í vikunni. Húsið var í endurbyggingu, sem Jón Viðar segir að geti skapað hvað mesta eldhættu.„Ég held að áherslan sé þegar menn fara í endurbætur á byggingunni. Sem er sameiginlegt fyrir þessa tvo bruna sem við horfum á núna og síðustu 5 árin, Børsen í Danmörku og Notre Dame í París, þarf að huga að því að þá var verið að aftengja marga búnaði og ýmis konar starfsemi kemur inn. Iðnaðarmenn og því um líkt. Þá þarf líka að huga að því að fjarlægja menningarverðmæti út úr hættunni,“ segir Jón Viðar.