Fimm ítölsk lið í Meistaradeildinni í stað fjögurra...

Vegna góðs árangurs ítalskra liða í Evrópukeppnum leika fimm ítölsk lið í Meistaradeildinni í fótbolta á næstu leiktíð í stað fjögurra. Liðum í keppninni verður fjölgað í 36 á næsta tímabili og því fá tvær deildir eitt auka sæti.Roma og Atal­anta eru kom­in í undanúr­slit Evr­ópu­deild­ar­inn­ar og Fior­ent­ina í undanúr­slit Sam­bands­deild­ar­inn­ar. Fjögur af þeim fimm ensku liðum sem voru eftir í Evrópukeppnum féllu úr leik í átta liða úrslitum í vikunni og þá varð ljóst að ítalska deildin myndi tryggja sér annað sætanna. Enska deildin getur þó enn fengið hitt sætið en sem stendur getur franska deildin enn farið upp fyrir þá ensku. Tammyt Abraham fagnar sigri á AC Milan í Evrópudeildinni sem tryggði sætið í undanúrslitum.