Loksins aðstaða á heimsmælikvarða fyrir brettafólk á Íslandi...

Brettafélag Hafnarfjarðar hefur lengi barist fyrir því að fá nýja og bætta aðstöðu fyrir starfsemi sína. Félagið hefur verið til húsa í gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun. Húsið er úr sér gengið og félagið hefur stækkað mikið á síðustu árum.Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélagsins segir nýju aðstöðuna lyftistöng fyrir allt sportið.„Svona aðstaða hefur aldrei verið til á Íslandi, aldrei svona gæðaaðstaða þannig þetta er bara lyftistöng fyrir allt sportið. Þetta er á heimsmælikvarða en við fengum til okkar sérfræðinga frá Kaupmannahöfn og Kaliforníu til að setja aðstöðuna upp.“Þeir unnu sleitulaust í tíu daga við að koma öllu upp og útkoman er glæsileg.Aðalsteinn segir Hafnafjarðarbæ eiga hrós skilið fyrir að styðja við félagið og veita jaðaríþróttum meira vægi.„Það er alls ekkert sjálfsagt, þá má hrósa sveitarfélaginu.“„Þetta er mega næs“Jens Pétur Atlason er 14 ára hjólabrettakappi og hefur stundað hjólabretti í 7 ár.„Þetta er frábært, þetta er geðveikt, þetta verður mega næs, þetta er mega næs. Hér verð ég bara alla daga,“ segir Jens Pétur.Hjólabrettahöllin var heimsótt í Kastljósi í gærkvöldi.