Rúmur helmingur íbúa Suðausturlands telur ferðamenn of marga...

Um helmingur íbúa á Suðausturlandi telur ferðamenn vera of marga samkvæmt íbúakönnun landshlutasamtaka og Byggðastofnunar. Íbúar í kringum vinsæla viðkomustaði skemmtiferðaskipa eru einnig líklegir til að þykja nóg um fjölda ferðamanna.Helmingur íbúa á suðausturland er óánægt með fjölda ferðamannaTveir landshlutar skera sig úr í niðurstöðum íbúakönnunar landshlutasamtakanna og Byggðastofnunar um þolinmæði gagnvart ferðamönnum, segir Vífill Karlsson, ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. „Það er mestur viljinn á Suðausturlandi til að hafa færri ferðamenn á svæðinu.“ Hann nefnir sérstaklega Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu. „Þar er sko rúmlega helmingur íbúa sem vildi gjarnan hafa færri ferðamenn á svæðinu, sem verður að teljast dálítið mikið,“ segir Vífill.Vífill bendir á að á þessu svæði séu vinsælir áfangastaðir ferðamanna, svo sem Jökulsárlón og Vatnajökulsþjóðgarður og líka Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði sem eru stórir ferðaþjónustubæir.Skemmtiferðaskipahafnir einnig óvinsælarÓánægja með fjölda ferðamanna var einnig mikil í kringum hafnir sem eru vinsælir viðkomustaðir skemmtiferðaskipa, segir Vífill. „Þar fast á eftir fylgdu landsvæði sem eru norðanverðir Vestfirðir, Snæfellsnes og Akureyri en þau eru kannski einmitt þekktust fyrir það að vera sterk í skemmtiferðaskipum.“Vilja fleiri ferðamenn á AkranesMunurinn sé marktækur og því fámennari sem staðurinn er, því sterkari eru frávikin. Hins vegar voru aðrir staðir á landinu þar sem íbúar vildu gjarnan taka á móti fleiri ferðamönnum. „Það virðist vera ákveðin þörf líka fyrir að fá fleiri ferðamenn og þar er svæði hérna syðst á Vesturlandi, Akranes og Hvalfjörður.“Innviðir geta útskýrt ferðamannaskortinnAðspurður segist Vífill ekki enn geta nefnt ákveðna ástæðu fyrir stöðum sem ekki fá næga ferðamenn. Hann nefnir sem dæmi Akranes sem hefur kennileiti eins og vitann, áfangastaði eins og Guðlaugu og golfvöllinn og er þar að auki í grennd við áhugaverða sögu í Hvalfirðinum. Þar er hins vegar ekki enn að finna stórt hótel sem gæti tekið á móti fjölda ferðamanna.Vífill nefndi enn fremur Húnavatnssýslur og sunnanverða Vestfirði, Skagafjörð og Fjarðabyggð sem dæmi um staði sem gætu tekið á móti fleiri ferðamönnum.