Allir fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald...

Fjórir menn sem Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á manndrápi í sumarbústað í uppsveitum Suðurlands. Dómari úrskurðaði jafnframt að þeir skyldu sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldsúrskurðirnir eru kveðnir upp á grundvelli rannsóknarhagsmuna.Tveir sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudags og tveir til þriðjudagsins 30. apríl. Mennirnir voru handteknir í sumarbústað í Kiðjabergi í uppsveitum Árnessýslu. Þeir voru fluttir á lögreglustöðina á Selfossi. Þar gistu þeir í fangaklefa milli þess sem þeir voru yfirheyrðir í gærkvöld og fram á nótt. Viðbúið er að þeir verði vistaðir í fangelsinu á Hólmsheiði meðan á gæsluvarðhaldi þeirra stendur.Lögreglan á Suðurlandi heldur rannsókn málsins áfram og nýtur við það aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Síðdegis í dag var hópur lögreglumanna enn að störfum í sumarbústaðnum í Kiðjabergi.