Besta deild kvenna hefst í dag - einum leik þegar frestað...

Keppni hefst í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Aðeins verður einn leikur spilaður í stað tveggja. Leik Tindastóls og FH sem átti að vera á Sauðárkróki var frestað þar sem vallaraðstæður á Króknum voru ekki nægjanlega góðar. Samkvæmt heimasíðu KSÍ verður leikurinn á morgun.Í dag mætast hins vegar Íslandsmeistarar Vals og Þór/KA. Sá leikur er á Hlíðarenda klukkan þrjú í dag. Aðrir leikir fyrstu umferðar eru svo á morgun og eru þessir:Breiðablik – Keflavík kl. 18.Stjarnan – Víkingur kl. 18.Tindastóll – FH kl. 18.Fylkir – Þróttur kl. 19:15.