Frumflytja geimverk eftir uppátækjasaman sundlaugarvörð...

Í dag er stór stund í tónlistarlífi Austurlands. Sinfóníuhljómsveit Austurlands frumflytur nýtt sérsamið tónverk eftir Charles Ross í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði.Sóley Þrastardóttir formaður hljómsveitarinnar segir talsvert fyrirtæki að ná saman hópi með 42 hljóðfæraleikurum.„Það sem við gerum er að við náttúrlega notumst við alla sem vettlingi geta valdið hér fyrir austan. Alla atvinnutónlistarmenn á svæðinu. Svo fáum við nú lánaða hljóðfæraleikara bæði að norðan og sunnan til að fylla upp í. Þannig náum við að búa til heila sinfóníuhljómsveit.“Í dag er svo komið að frumflutningi á verkinu For stargazers, eða handa stjörnuglópum. Charles Ross er doktor í tónsmíðum, búsettur á Austurlandi og hefur fengið verk sín flutt víða um heim. Hann samdi fyrir nokkrum árum keðjusagarblús fyrir Skógardaginn mikla á Hallormsstað. Verk fyrir misþandar keðjusagir og olíutunnur. Þá tengir hann stundum stofukaktusinn við gítarmagnara og leikur á nálarnar.En nú horfir hann til stjarnanna.„Þetta er mikið ævintýraverk. Charles talar um þetta sem svona eins og að upplifa það að horfa á ævintýralega geimbíómynd með öllum tæknibrellum en við heyrum bara hljóðin og sjáum ekki myndina. En ævintýri er þetta alveg klárlega,“ segir Sóley.Hér að neðan má heyra útvarpsfrétt um málið og brot úr tölvuútgáfu af verkinu For stargazers.