„Kanaríeyjar eiga sér takmörk“...

Kanaríeyjar eiga sér takmörk, er slagorð mótmælafunda sem tugir þúsunda sóttu í gær. Íbúðaverð er himinhátt vegna fjölda ferðamanna og dæmi um að fólk þurfi að sofa í bílum því það hafi ekki efni á að leigja sér húsnæði.Fjöldinn allur af íbúðum er leigður út til ferðamanna. Það þýðir færri íbúðir fyrir almenning og hærra leiguverð. Einnig er algengt að útlendingar, sem hafa ekki fasta búsetu á eyjunum, kaupi sér húsnæði sem þeir nýta aðeins hluta af árinu.„Þetta snýst ekki um að við viljum ekki fá túrista hingað. Við viljum gæða-ferðamennsku,“ sagði einn mótmælandinn.„Við kærum okkur ekki um skíti þaktar strendur. Kanaríeyjar hafa ákveðin þolmörk og þess vegna erum við hér. Að segja já vð ferðamennsku, en ekki á þessum nótum,“ sagði annar.