Keppendur sigruðu sjálfa sig í gulri viðvörun...

Skíðagöngumótið Fossavatnsgangan fór fram á Vestfjörðum í gær. Mótið hefur verið haldið árlega frá 1935 og er einstakt fyrir þær sakir að því hefur aldrei verið aflýst vegna snjóleysis.Gul viðvörun var í aðdraganda mótsins en keppendur börðust í gegnum snarpar vindhviður og regnskúri. Alls mættu um 400 keppendur til leiks, þar af var um helmingur erlendis frá. Keppnin er elsta og fjölmennasta skíðagöngukeppni hvers árs hér á landi.„Okkur leist nú ekki alveg á blikuna þegar byrjaði að rigna og bætti hressilega í vindinn í gærkvöldi,“ segir Kristbjörn Róbert Sigurjónsson, betur þekktur sem Bobbi, starfsmaður Fossavatnsgöngunnar. „Brautin var þó í góðu lagi og aðstæður í henni fínar þegar keppendur lögðu af stað í morgun, búið að lægja og stytta aðeins upp, svo þetta slapp allt til.“Gylfi Ólafsson, einn af skipuleggjendum mótsins, sagði keppendur hafa mætt til leiks til „að sigra sjálfa sig.“ Gylfi segir keppendur hafa verið blöndu af keppnisfólki og trimmara. „Þetta er langstærsta almenningsgangan á Íslandi. Fyrsta gangan var haldin fyrir 89 árum.“Hvaða fólk er að koma að utan?„Það eru kannski tíu keppnismanneskjur og svo 170 trimmarar á öllum aldri. Frá Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og víðar.“Keppandi frá Indlandi lenti ítrekað í snjóleysi„Fossavatnsgangan er hluti af Worldloppet og Skiclassic. Í gær veittum við tíu viðurkenningar fyrir þá sem kláruðu tíu göngur. Þá er fólk þar sem er að klára tíu göngur í tveimur heimsálfum. Fólk ferðast um heiminn, keppir í skíðagöngu og safna skírteinum.Við fengum í fyrsta skipti þátttakanda frá Indlandi. Þessari göngu hefur aldrei verið aflýst vegna snjóleysis. Tveimur stórum göngum í Evrópu var aflýst vegna snjóleysis nýlega. Sá indverski sem kom ætlaði að fara í tvær göngur sem var aflýst. Þá voru þátttakendur frá Eistlandi og löndum í Mið- og Austur-Evrópu sem hafa einnig lent í því að mótum er aflýst vegna snjóleysis.“Fossavatnsgangan er hluti af mótaröð sem heitir Íslandsgangan sem er sjö hlaup. Svo er hún einnig hluti af Landvætta áskoruninni þar sem keppt er . Í henni er keppt í Bláalónsþrautinni, Fossavatnsgöngunni, Urriðavatnssundi og Þorvaldssdalsskokki,“ sagði Gylfi.Frekari upplýsingar um Landvætta áskorunina má finna hér.Voru einhverjir keppendur örmagna? „Það er mjög mismunandi. Það voru nokkrir sem voru örmagna. Það voru strembnar aðstæður. Það var gul viðvörun og rigning. Fyrir suma var þetta þrekvirki. Það var rosa mikill snjór í fjallinu. Það var ekkert snjóleysi. Við keyrðum alla 50 kílómetrana.
Hvernig byrjaði gangan? „Menn voru að læra á skíði fyrir vestan. Þetta byrjaði við Fossavatn – og svo var gengið í fótroðnum brautum yfir tvö fell. Brautin fór yfir í Seljalandsdal og endaði þar. Svo var farið að véltroða á sjöunda áratugnum. Upp úr aldamótum var gangan lengd upp í 50 kílómetra til að markaðssetja hana á erlendum vettvangi. Þá var þetta orðið meiri keppni og gilti inn í erlendar mótaraðir. Keppnin hefur verið vinsæl hjá fólki erlendis frá.Fyrsta Fossavatnsgangan fór fram á annan páskadag árið 1935. Keppendur voru 7 talsins og var brautin mæld 18 km. Sigurvegari varð Magnús Kristjánsson úr Skátafélaginu Einherjum á tímanum 1 klst. og 50 mínútum, annar varð Sigurjón Halldórsson úr Herði á 1:53 klst. og þriðji Sig.Baldvinsson úr Einherjum á 1:54 klst.Meira um söguna má finna hér.Norskur sigur í göngunniNorðmennirnir Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu kvenna- og karlaflokk í 50 km göngunni.Um 300 keppendur voru í 50 km göngunni en ríflega 100 þátttakendur voru skráðir í 25 km göngu og 70 í 12,5 km.Magnus Waaler kláraði gönguna á tímanum 02:41:13. Næstur kom Ísfirðingurinn Dagur Benediktsson með tímann 02:55:46. 1 og þriðji var Ítalinn Stefano Zanotto á tímanum 02:55:46. 2Helstu úrslit50 kílómetra keppni kvennaAnikken Gjerde Alnæs (Noregur ) – 02:55:28.2Heli Annika Heiskanen (Finnland) – 03:06:12.8Elisabeth Schicho (Þýskaland) – 03:24:28.050 kílómetra keppni kvennaMagnus Waaler (Þýskaland) – 02:41:13.5Dagur Benediktsson – 02:55:46.1Stefano Zanotto (Ítalía) – 02:55:46.2María Kristín Ólafsdóttir vann keppni í 25 kílómetra göngu kvenna en Vala Kristín Georgsdóttir og Silja Rán Guðmundsdóttir urðu í öðru og þriðja sæti.Ólafur Árnason og Óskar Jakobsson komust á pall í 25 kílómetra göngu karla.María Sif Hlynsdóttir og Katrín Sif Kristbjörnsdóttir urðu í efstu tveimur sætunum í 12,5 kílómetra göngu kvenna.Stefán Snær Stefánsson varð í þriðja sæti í 12,5 kílómetra göngu karla.Öll frekari úrslit og upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu göngunnar.Næsta Fossavatnsganga fer fram 12. apríl 2025.