Kerfisbundinn vandi hjá Boeing: „Þarf að endurvinna traust“...

Röð atvika sem tengjast Boeing-vélunum hefur átt sér stað allt þetta ár. Kviknað hefur í hreyfli á flugi, hurð hefur losnað úr neyðarútgangi og dekk losnað. Fram að þessu virtist Boeing vera að komast á skrið aftur eftir stór áföll í framleiðslunni undanfarna tvo áratugi. Fyrir það á Boeing áratuga sögu sem framleiðandi öruggra og góðra farþegavéla.Boeing fyrirtækið var stofnað árið 1916 og seldi fyrst mest til bandaríska hersins. Smám saman haslaði fyrirtækið sé völl í farþegaflugi, einkum með Boeing 707-200 vélinni sem þótti byltingarkennd. Sú fyrsta var seld Pan American flugfélaginu árið 1958. Og 1967 kom Boeing 727 vél til Íslands.Boeing hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir öruggar flugvélar og einstaklega góða verkfræðilega hönnun. Dæmi um það er sjálfsprottið slagorð sem varð býsna útbreitt: If it’s not Boeing, we ain’t going – ef það er ekki Boeing, þá fer ég ekki fet. Hægt er að kaupa boli og barmmerki með þessu slagorði á heimasíðu Boeing – en við höfum ekki haft spurnir af því hvernig salan hefur gengið upp á síðkastið.Sameining upphaf vandræðannaUpphafið af vandræðum Boeing hefur verið rakið til falls Sovétríkjanna. Auðvitað ekki beint – en eftir það minnkaði framleiðsla hergagna til muna. Þar hefur Boeing alltaf verið umfangsmikið. Yfir 50 slíkir framleiðendur sameinuðust í fimm stór fyrirtæki í hagræðingarskyni. Boeing sameinaðist McDonell Douglas árið 1997.Gagnrýnendur hafa sagt að fyrir þessa sameiningu hafi stjórnendur fyrirtækisins verið með verkfræðimenntun og látið gæði og öryggi sig miklu varða. Við sameininguna hafi stjórnendur með fjármálareynslu tekið við. Hjá þeim hafi markmiðið verið að hagnast sem mest. Í heimildarmyndinni Downfall, sem fjallar um Boeing og kom út árið 2022, sagði Rick Ludtke flugvirki frá áætlun sem snerist um að hækka hlutabréfaverð í Boeing. Allir áttu að vinna saman að því – meira að segja snerust tæknifundirnir að mestu um það. Gefið var í skyn að það hafi verið á kostnað öryggis flugvélanna.Svo byrjuðu vandamálin að hrannast upp. 2004 tilkynnti Boeing um framleiðslu nýrrar þotu, 787 Dreamliner, sem átti að vera léttari, sparneytnari og ódýrari í framleiðslu en fyrri vélar. Jens Þórðarson, sem var yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair í 17 ár, segir að það sem eftir fylgdi hafi vakið upp spurningar.„Þá var vélin komin mjög langt í framleiðslu á fyrstu eintökum og þurfti skyndilega að fresta afhendingu á þeim. Vélin hafði í raun verið framleidd út um allan heim og samsett í Seattle en samsetningin gekk ekki alveg upp. Margir töldu þetta dæmi um að peningaöfl hefðu talið sig þurfa að útvista framleiðslunni. Það var því pólitík í þessu. Þegar setja á 787-vélina saman þá gengur þetta ekki alveg upp og alveg ljóst að Boeing var ekki með það vald á þessu kerfi sem fyrirtækið hélt að það væri með.“Eitt af því sem gerðist við tilraunaflug var að það kviknaði í lithium-rafhlöðum í hreyflunum. Afhending tafðist um þrjú ár – fyrsta vélin fór ekki í loftið fyrr en árið 2009 og ekki var farið að nota þær í farþegaflugi fyrr en 2011.2019 komu í ljós alls kyns gallar í vélinni – boltar voru ekki hertir nægilega, festingar voru ekki nægilega tryggar eða ekki til staðar, og sæti fóru að losna. Boeing viðurkenndi 2020 að gallar væru í samsetningu vélanna og stöðvaði afhendingu nýrra véla af þessari tegund. Nokkrar tilraunir Boeing til að koma vélunum aftur í framleiðslu mistókust þar sem yfirvöld voru ekki sannfærð um gæðaeftirlitið.Fyrr í þessum mánuði sagði einn af verkfræðingum Boeing að skrokkur vélarinnar hefði ekki verið nógu vel samsettur, sem þýddi að vélin gæti auðveldlega rifnað í sundur á flugi. Hann hefði reynt að benda á þetta, en aðeins uppskorið áminningu. Boeing neitaði þessu, en loftferðaeftirlitið er með ásakanirnar til rannsóknar.Stór flugslys í 737-MAX vélunumVandamálin með 737-MAX vélarnar reyndust enn meiri. Þær áttu að vera næsta stóra framleiðslan á eftir Dreamliner, og svar við Airbus A320 vélunum. Þær áttu að vera sparneytnari vegna nýrrar hönnunar og hljóðlátari. Fyrsta vélin var afhent árið 2017. Og strax árið eftir gerðust alvarlegir atburðir.Í október 2018 hrapaði 737 MAX flugvél Lion Air flugfélagsins í Indónesíu, skömmu eftir flugtak. 189 voru um borð og fórust allir. Í mars 2019 fórst vél sömu tegundar frá flugfélaginu Ethiopean Airlines skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. 157 voru um borð og fórust allir.Eftir þetta voru vélarnar kyrrsettar í tæp tvö ár. Rannsókn leiddi í ljós að orsakir slysanna væru margþættar, en allar tengdar flugvélunum sjálfum, til dæmis hönnun þeirra. Sá sem vakti mest umtal var hugbúnaður sem var kallaður MCAS og var hannaður þannig að hann þrýsti niður nefi flugvélarinnar til að koma í veg fyrir ofris. Það hafði greinilega gerst þegar það átti alls ekki að gerast. Hugbúnaðurinn var uppfærður til að koma í veg fyrir þetta.„Þarna var ljóst að Boeing þurfti að fara í gagngera naflaskoðun,“ segir Jens og bendir á að þarna verið skipt um stjórnendur hjá fyrirtækinu. „Það var í raun mjög einfalt mál að leysa úr þessu. Í þessu tilfelli var kannski augljós tenging við að það voru miklar kröfur á Boeing að koma með uppfærslu á flugvélum, nýjar flugvélar sem þyrfti samt ekki að þjálfa mikið á eða kostaði ekkert mikið að skipta yfir í. Það varð líka að framleiða mjög mikið af vélum á stuttum tíma. Það hefur ekkert verið gefið út endanlega um það, en það má leiða líkum að því að þessi aukni hraði og gríðarlega háværar kröfur frá stórum viðskiptavinum um að þetta yrði hagkvæmt og einfalt hafi verið hluti af því að þetta gerðist.“Í janúar 2021 var leyft að nota Maxvélarnar á ný í Evrópu.„Vandamálið var greinilega kerfisbundið hjá Boeing – þetta er mun stærra en að einn starfsmaður hafi gleymt að setja einhvern varahlut á sinn stað,“ segir Marina Efthymiou prófessor í flugsamgöngum við viðskiptaháskólann í Dublin. „Þetta byrjar í efstu lögum fyrirtækisins, sem er ótækt og hefði ekki átt að gerast. Stærð og áhrif vandans sýna að allir þurfa að fylgjast með honum, ekki aðeins þeir sem vinna við flugið. Við höfum öll nýtt flug til ferðalaga og það kemur okkur sem erum á jörðu niðri líka við þegar slys verða.“En hvers