Leifar forsögulegs risasnáks uppgötvuðust í Indlandi...

Steingerðir hryggjarliðir einhverrar stærstu snákategundar allra tíma fundust í námu í Indlandi. Vísindamenn fundu 27 hryggjarliði úr snáknum, sem út frá þeim er talinn hafa verið um 11 til 15 metrar á lengt.Snákurinn hefur hlotið heitið Vasuki, eftir snákakóngi sem tengist hindúagyðjunni Shivu.Vasuki-snákurinn er talinn hafa vegið um tonn, verið svipaður kyrkislöngu að útliti og ekki hafa verið eitraður. Steingervingafræðingur telur að snákurinn hafi farið fremur hægt yfir og setið fyrir bráð sinni. Síðan hafi hann hringað sig um bráðina og kramið hana, líkt og anaconda og aðrar kyrkislöngur.Talið er að Vasuki hafi skriðið um jörðina á nýlífsöld, fyrir um 66 milljónum ára, eftir útdauða risaeðlanna. Það er nokkuð á undan annarri tegund risasnáka, titanoboa, sem uppgötvaðist við fund steingervinga í Kólumbíu árið 2009.Titanoboa-snákurinn er talinn hafa verið um 13 metra langur og yfir tonn að þyngd og hafa lifað fyrir um 58 til 60 milljón árum. Stærstu snákarnir sem skríða um jörðina nú eru netsnákar. Þeir eru um tíu metra langir og lifa í Asíu.Óvíst er hvað Vasuki-snákurinn át. Miðað við stærð hans er mögulegt að hann hafi lagt sér krókódíla til munns. Meðal annarra steingervinga sem fundust á sömu slóðum voru krókódílar, skjaldbökur, fiskar og tveir forsögulegir hvalir.