Ómögulegt að láta lífið líða hjá...

Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, er með mörg járn í eldinum þótt hinn svokallaði eftirlaunaaldur hafi bankað upp á hjá honum fyrir nokkrum árum. Gestur starfar enn sem arkitekt auk þess sem hann þróar og ræktar þörunga til framleiðslu afurða og til manneldis.Hann er mikill íþróttamaður og hleypur alla morgna með hundinum sínum Jakóbínu, auk þess sem hann rær kajak og gengur á fjöll. Hann býr á ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Garðarsdóttur, í einu þekktasta húsi Reykjavíkur, Unuhúsi.Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir ræðir við Gest í þættinum Á gamans aldri sem sýndur er á RÚV í kvöld. Gestur fagnaði 75 ára afmæli sínu með því að ganga á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku og 80 árunum fagnaði hann á Machu Picchu, ásamt dóttur sinni, Guðrúnu Sóleyju, sem þau hjónin eiga saman. Auk þeirra á hann Ragnar Kristján og Hrólf úr fyrra hjónabandi.Gestur er 82 ára og segist ekki geta hugsað sér að setjast í helgan stein. „Það sem gerir lífið spennandi er að vera með mörg járn í eldinum,“ segir Gestur. Hann sé fullur af hugmyndum og segir lífið vera til þess. „Það er ómögulegt að sitja og láta bara lífið líða,“ segir hann.Rætt verður við Gest Ólafsson í þættinum Á gamans aldri á RÚV í kvöld klukkan 20.15. Hægt er að sjá brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.