Óþreyjufullir heimilislæknar boðaðir á fund til ráðherra...

Heimilislæknar hafa gripið til aðgerða vegna mikillar pappírsvinnu. Heilbrigðisráðherra var afhentur kröfulisti þeirra í mars og hefur nú boðað þá á fund á þriðjudaginn kemur.Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna, FÍH, segist verða að fá að vera svolítið bjartsýn og jákvæð. „Þetta þýðir náttúrulega að ráðherra er að hlusta á það sem við erum að krefja hann um.“ Hún tekur þó fram að þau hemji væntingar.„Við höfum áður fengið að tala við ráðherra um þessi mál fram og til baka án þess að nokkur hlutur breytist.“ Hún segir þó að þau séu ákveðin í að fá breytingar í gegn. „Við munum ekkert stoppa með okkar kröfur fyrr en þetta breytist.“Margrét segir heimilislækna og barnalækna hafa rætt um vandann við tilvísanakerfið síðan 2016 en ekkert hafi hreyfst í stjórnsýslunni. Hún telur brýnt að koma í veg fyrir kulnun lækna. „Það er greinilegt að það er pappírinn sem er fyrst og fremst að sliga lækna, en ekki samskipti við skjólstæðinga.“„Í rauninni viljum við hreinsa burt sem mest af því sem við gerum þar sem ekki kemur inn raunverulegt faglegt mat læknis,“ segir Margrét. Jafnframt segir hún faglegt mat sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga og annarra stétta til að meta þjónustuþarfir einstaklinga sé mun nákvæmara en mat heimilislæknis sem kemur ekki að þeirri hlið málsins.„Mér finnst þetta svo niðurlægjandi“Indriði Einar Reynisson, heimilislæknir, segir í samtali við fréttastofu að það sé fáránlegt að þurfa að skrifa tilvísun í talþjálfun vegna barns sem hafi fengið greiningu hjá talmeinafræðingi. „Mér finnst þetta svo niðurlægjandi,“ segir hann og bætir við að þetta fyrirkomulag geri lítið úr sérfræði áliti bæði læknisins og talmeinafræðingsins.Indriði Einar Reynisson, heimilislæknirHann segist þurfa að sitja langt fram eftir og vinna í vottorðum og tilvísunum sem ekki gefist tími til að sinna á dagvinnutíma og þetta hlaðist upp. Hann er í aðgerðahópi heimilislækna „sem berjist gegn bákninu“ og vilji draga úr þessari gríðarlegu tímasóun allra. Hann segir tíma sjúklinga og lækna beggja vera sóað, í því að eltast við svona tilvísanir og vottorð sem jafnvel endurtaki nákvæmlega það sama og hafi verið sett í annað vottorð til sama viðtakanda. Til dæmis varðandi endurnýjun á örorku, og slíkt.„Maður er kannski að votta að viðkomandi sé enn þá handalaus, aftur og aftur.“ Hann talar líka um að það sé stórfurðulegt að það sé kallað eftir vottorði frá heimilislækni til að kvitta fyrir að barnalæknir geri einhverja tilfallandi aðgerð til að viðkomandi fái niðurgreiðslu. „Við vorum bara eins og sjálfsalar fyrir tilvísanir, því að tilvísunin virkar eins og afsláttarmiði“Facebook færsla sem fór á flugIndriði skrifaði pistil í vikunni sem leið sem fór á þónokkurt flug á samfélagsmiðlum þar sem hann útlistaði erindi sem honum fannst ekki þurfa á faglegu mati læknis að halda. Hann segir marga hafa haft samband við sig eftir birtingu færslunnar.Skjáskot af pistli Indriða á Facebook.Samkvæmt Indriða eru ýmis mál útlistuð í bréfi ráðherra og á að taka samtal um þau á þriðjudaginn. Indriði segist vera hóflega bjartsýnn eftir móttöku þessa bréfs. „Það virðast verða breytingar, meðal annars varðandi tilvísanir barna og endurhæfingarvottorð.“Indriði segir að nokkrir úr aðgerðahópi heimilislækna að mæta á fundinn á þriðjudaginn til að sjá hvernig þetta fari.Samskipti við skjólstæðinga gullið í starfinuLengi hafa verið áhyggjur af lítilli endurnýjun í læknastéttinni, og hversu fáir heimilislæknar eru samanborið við íbúafjölda. Margrét, formaður FÍH, segir að flestir sem klári þetta langa nám fara út í það af ástríðu. Hún segir samskipti við skjólstæðinga og það að sinna þeim vera það sem er gefandi við starfið.„Þar finnur maður í rauninni gullið í starfinu“ segir hún, en bætir við: „En þegar að meirihlutinn af starfsdeginum verður tilgangslaus pappír þar sem fagleg þekking okkar fær ekki að njóta sín þá hlýtur það að brenna mann út og valda því að fólk flýr úr stéttinni“.