Sakborningar í manndrápsmálinu leiddir fyrir dómara...

Sakborningar í manndrápsmálinu á Suðurlandi hafa verið leiddir fyrir dómara á Selfossi nú undir hádegi þar sem lögregla fer fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Engar upplýsingar er að fá frá lögreglu um rannsókn málsins, umfram það sem fram kom í tilkynningu hennar í gær.Þar sagði að tilkynnt hefði verið um meðvitundarlausan mann á fertugsaldri í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu, og að sá hafi verið úrskurðaður látinn skömmu eftir að viðbragðslið kom á vettvang. Fjórir voru í kjölfarið handteknir.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mennirnir af erlendum uppruna.Jón Gunnar Þórhallsson hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem fer fyrir rannsókn málsins, segist engar frekari upplýsingar geta veitt að sinni, og vill meðal annars ekki svara spurningum um það hver er talin hafa verið dánarorsök mannsins og hvers konar áverkar voru á honum, eða hver það var sem hafði samband við lögreglu.