Stjórnvöld vel upplýst en óvissan óþægileg fyrir alla...

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld fyrst og fremst fylgjast með stöðu jarðhræringa á Reykjanesskaga og hvort breytingar verði á atburarásinni, en Veðurstofan segir að þar sé nú komin upp ný staða með hættu á öðru eldgosi þó enn gjósi við Sundhnúk.Almannavarnir hafa aukið sinn viðbúnað og Sigurður Ingi segir forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna vel inni í stöðu mála.„Já við erum ágætlega upplýst og þetta er náttúrulega eitt af því sem er hvað erfiðast við jarðhræringarnar á Reykjanesinu og afleiðingarnar sem það hefur á Grindavík. Það er óvissan um, kemur gos númer átta og níu? Hvar kemur það upp, með hvaða hætti verður það og hvaða afleiðingar hefur það?“ segir Sigurður Ingi.Þetta valdi skiljanlega mestum ótta og óþægindum hjá íbúum á svæðinu.„En líka hjá okkur sem erum að reyna að bregðast við. Þess vegna höfum við annars vegar verið að reyna að verjast, geta varið byggðina, og síðan verja fólkið eins og við höfum verið að gera með bæði húsnæðisbótum og afkomutryggingum og slíku. Og núna síðast að hefja stórfelld uppkaup á húsnæði fólksins.“Kallar þessi nýja staða á eitthvað aukið viðbragð frá ykkur?„Fyrst og fremst þurfum við að fylgjast með og átta okkur á því hvað gerist næst. Ef það verða einhverjar breytingar á atburðarásinni,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.