Vestri með sinn fyrsta sigur í efstu deild...

Vestramenn unnu fyrsta sigur sinn í sögu félagsins í efstu deild karla í fótbolta. Liðið bar sigurorð af KA á Akureyri, 0-1. Eina mark leiksins, sem var jafnframt fyrsta mark Vestra í deildinni, skoraði hinn danski Jeppe Gertsen í uppbótartíma.Boltinn barst til hans eftir hornspyrnu og skot hans rataði í netið í gegnum þvögu í teignum. Lítið var um opin marktækifæri í leiknum.KA er nú með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina. Vestra menn jafna nú ÍA og Stjörnuna að stigum í sjöunda til áttunda sæti deildarinnar. Vesti hefur enn ekki leikið heimaleik en fyrsti heimaleikurinn er í Laugardalnum á AVIS velli Þróttar gegn HK. Búist er við því að fyrsti heimaleikur liðsins á Vestfjörðum verði gegn Íslandsmeisturum Víkings 20. maí næstkomandi.Þriðju umferð deildarinnar lýkur í dag með leikjum ÍA gegn Fylki (17:00) og Víkings gegn Breiðablik (19:15).