Áslaug Ásgeirsdóttir nýr rektor Háskólans á Akureyri...

Háskólaráð ákvað 2. apríl að tilnefna Áslaugu sem rektor og hefur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra nú samþykkti tillöguna. Alls bárust fimm umsóknir um embættið en skipað er til fimm ára.Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir starfar í dag sem prófessor við Bates Collage, Lewiston, Maine og hefur starfað þar síðan árið 2001. Hún hefur gegnt þar ýmsum stjórnunarstörfum, m.a. starfi aðstoðarrektors og starfi deildarforseta.Með doktorsgráðu í stjórnmálafræðiÁslaug er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University in St. Louis í Bandaríkjunum. Auk þess að hafa unnið við kennslu og rannsóknir, hefur hún víðtæka stjórnunarreynslu.Áslaug hefur einnig starfað sem gestaprófessor við Háskólasetur Vestfjarða og sem Fulbright-fræðimaður hjá Háskóla Íslands.Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segist Áslaug þakklát því trausti sem háskólaráð sýni henni. „Háskólinn á Akureyri er góður skóli, sem hefur ákveðna sérstöðu í íslensku háskólasamfélagi, og verður gaman að byggja á þeim grunni til framtíðar,” er haft eftir Áslaugu.