Afturelding tók forystu í einvíginu gegn Val...

Afturelding vann þriggja marka sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld, 28-25 í Mosfellsbæ. Staðan var 17-15 í hálfleik fyrir Aftureldingu en í seinni hálfleik komust Valsmenn yfir og leiddu um stund með einu til tveimur mörkum. Það var hins vegar Afturelding sem skoraði síðustu þrjú mörkin á æsispennandi lokamínútunum leiksins og fagnaði sigri. Marka­hæst­ur hjá ft­ur­eld­ingu var Þor­steinn Leó Gunn­ars­son með 10 mörk en Bene­dikt Gunn­ar Óskars­son hjá Vals með 7 mörk.