Biden staðfestir lögin og heitir því að senda gögn strax af stað...

Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í dag lög sem Bandaríkjaþing samþykkti um aðstoð við Úkraínu upp á rúma sextíu milljarða Bandaríkjadala. Frumvarp þess efnis var samþykkt í fulltrúadeild þingsins um helgina, eftir margra mánaða töf, og öldungadeildin staðfesti þau í gær. Biden sagðist við undirritun laganna í dag ætla að tryggja það að gögn berist sem fyrst þar sem þeirra er þörf, en auk framlagsins til Úkraínu þá kveða lögin einnig á um milljarða dala aðstoð við Ísrael og Taívan.