Blóðvatn komst í neysluvatnslögn á Seyðisfirði...

Íbúar og fyrirtæki við Strandarveg á Seyðisfirði eru beðin um að sjóða neysluvatn í varúðarskyni eftir að óhapp varð í bræðslu Síldarvinnslunnar í gærkvöld. Blóðvatn komst inn á neysluvatnslögn en vonað er að það hafi ekki farið langt inn í kerfið.Fram kemur í tilkynningu frá HEF veitum að unnið sé að því að skola kerfið og eru íbúar beðnir beðnir að vera á varðbergi og láta vita ef þeir finna lykt af neysluvatni. Aðeins og búið í tveimur húsum í nágrenni bræðslunnar. Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók í dag sýni úr vatninu til að staðfesta að mengun hafi ekki borist víðar um kerfið.