Einstakt að hafa svo háa stýrivexti í svo langan tíma...

„Þetta er mjög einstakt og við vitum ekki nákvæmlega hver áhrifin verða af því að hafa vexti svona háa í svona langan tíma,“ segir Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur hjá Arion Banka, um nýjar verðbólgutölur og möguleikana á því að vextir verði lækkaðir í maí næstkomandi.Sjaldan svo háir vextir í svo langan tímaStýrivextir hafa sjaldan ef nokkurn tímann verið svo háir svo lengi síðustu áratugina, mögulega að níunda áratugnum undanskildum, að sögn Lilju. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið 9,25% síðan í ágúst á síðasta ári og það er ekki sjálfgefið að mati Lilju að þeir lækki í bráð. Þá er hætta á samdrætti áður en verðbólgunni verði náð niður vegna þrálátra vaxta.Það eru engu að síður jákvæð teikn á lofti samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Hagstofunni. Verðbólgan hefur hjaðnað nokkuð og er nú 6 prósent og er það minnsta verðbólga sem hefur mælst síðastliðin tvö ár.Þegar litið er á ársbreytingar á undirliðum vístölu neysluverðs má þó sjá að liðurinn húsnæði, hiti og rafmagn sker sig áberandi frá öðrum liðum sem hafa áhrif á verðbólguna. Þar hefur orðið hækkun upp á 28 prósent. Ástæðan eru svokölluð Grindavíkuráhrif.Grindavíkuráhrifin„Það sem er helst að halda uppi verðbólgunni er húsnæðisliðurinn,“ segir Lilja en háir vextir höfðu vissulega áhrif á framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Það breyttist þó snögglega þegar um 1200 einstaklingar misstu heimilin sín og ríkið ákvað að greiða fyrir þau.„Þannig jókst eftirspurnin og úr varð ákveðið eftirspurnarsjokk þegar tólf hundruð heimili þurftu að finna sér nýtt húsnæði á sama tíma,“ útskýrir Lilja.Annað sem þyngir róðurinn er matur og drykkjarvörur sem hafa hækkað umtalsvert á skömmum tíma. Þá hafa flugfargjöld hækkað og þrýsta á verðbólguna og telur 15% hækkun í þeim lið. Þá súpir efnahagslífið enn seyðið af háum verðskrárhækkunum sveitarfélaga þar sem sorphirða hækkaði.Tvísýn staðaÞví liggur beint við að spyrja Lilju hversu bjartsýn hún er á að seðlabankinn lækki vextina í maí.„Það er bara mjög tvísýnt,“ svarar hún. Hún segir skiptar skoðanir á því að lækka vextina í maí. „Sumir óttast að ástandið gæti snúist til verri vegar ef ákveðnar vætningar eru gefnar,“ segir Lilja. Spurð frekar út í samhengi vætninga og vaxta, útskýrir hún að það geti dýpkað vandann ef lánastofnanir og fyrirtæki telji að stýrivextir fari að lækka.„Bara það eitt að lækka vexti getur haft áhrif á væntingar og þar af leiðandi haft áhrif á ákvarðanatöku,“ segir Lilja og bætir við: „Og miðað við neysluhegðun Íslendinga finnst mér ekkert órökrétt að slíkt hafi áhrif á ákvarðanatöku seðlabankans.“Væntingar á meðal verkfæraLilja segir það stundum gleymast í umræðunni að einn angi af stjórntæki Seðlabanka Íslands séu væntingar, eins einkennilegt og það gæti hljómað fyrir suma. „Að segjast ætla að lækka vexti þýðir mögulega aukna eftirspurn eftir húsnæði, fyrirtæki taka ákvörðun um mikil útgjöld og svo framvegis,“ útskýrir hún.Arion Banki mun birta spá sína í næstu viku og Lilja segist ekki treysta sér til þess að meta það nú hversu líklegt það er að seðlabankinn lækki vexti. Eins og fyrr segir, þykir henni allt eins jafn líklegt að vextirnir haldist háir fram yfir sumarið, sem þýðir að íslenskt efnahagslíf væri með háa og óbreytta vexti í meira en ár ef af verður. Ástæðurnar eru margþættar, en meðal annars nefnir hún húsnæðisliðinn, mikil útgjöld ríkisins þeim tengdum og svo kjarasamningarnir og hvernig ríkið muni fjármagna þá.