Fjöldi listeríusmita hefur tvöfaldast milli ára...

Talsverð aukning hefur verið í listeríusýkingum hér á landi en það sem af er ári hafa 6 smit verið greind. Það er tvöfaldur fjöldi smita í fyrra.„Til samanburðar, þá greindust árið 2023, þrjú tilfelli allt árið. Árið 2022 greindust aðeins 2 tilfelli og árið þar á undan 5. Þannig þetta sveiflast nokkuð milli ára, en yfirleitt bara 2 til 5 milli ára síðustu ár. Þannig að það má segja að þetta ár byrji nokkuð skart með tilfellum,“ segir Anna Margrét.
Hvað er listería og hvar finnst hún? Sex tegundir af bakteríunni listeríu eru þekktar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Listeria monocytogenes er sú tegund sem er sýkjandi, hinar tegundirnar valda yfirleitt ekki matarsjúkdómum en þó eru til undantekningar á því.Listería er mjög útbreidd í náttúrunni og finnst í jarðvegi, plöntum, skólpi og  þörmum bæði manna og dýra. Vegna gífurlegrar útbreiðslu bakteríunnar þá er erfitt að koma í veg fyrir mengun af hennar völdum í unnum matvörum. Dýr geta smitast af fóðri og frá dýrunum getur bakterían breiðst meira út í umhverfið. Dýr sem smituð eru af listeríu eru oft á tíðum einkennalausir smitberar. L. monocytogenes finnst oft í hráum matvælum en hún getur einnig fundist í elduðum mat ef um krossmengun er að ræða eftir hitameðhöndlunina.  Þannig að bakterían getur fundist í ýmsum tegundum af matvælum eins og  til dæmis reyktum og gröfnum fiski, hrámjólk, kjúkling, kjöthakki, kjötáleggi og grænmeti.Fjögur af sex tilfellum af sama stofniListería er baktería sem finnst víða í náttúrunni og hjá fjölda dýrategunda. 13 tegundir eru til, en aðeins ein þeirra veldur sjúkdómi í mönnum. Bakterían smitast með matvælum eða vökva en ekki milli fólks, og eru einkenni smits uppköst og iðrakveisa.Anna Margrét segir að þar sem meðgöngutími listeríu sé um 3-4 vikur geti reynst erfitt að rekja upprunann. Við raðgreiningu þessara sex tilfella hafi þó komið í ljós að nokkur þeirra tengdust.„Það kom í ljós að að minnsta kosti 4 af þessum 6 tilfellum virðast vera tengd eða af sama stofni,“ segir hún.
Hver eru einkenni listeríu? Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi. Áhættuhópar eru aldraðir,  barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum L.monocytogenes eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.Upplýsingar:Matvælastofnun.Mikilvægt að gæta hreinlætis við meðhöndlun matvælaAnna Margrét segir hreinlæti við meðhöndlun matvæla besta ráðið til þess að koma í veg fyrir smit.„Það er handþvottur og tryggja að maturinn sé geymdur við rétt hitastig, sé nógu vel kældur, þú sért ekki að neyta matvæla eftir síðasta notkunardag. Að þú sért að hita matvæli upp í nægilega hátt hitastig við hitun og skola vel grænmeti og ávexti. Svona almennar varúðarreglur og góðar við meðhöndlun á matvælum.“
Hvernig get ég komið í veg fyrir listeríusmit? Sjóða/hita hráar fisk- og kjötvörur vel (kjarni >70°C)Skola vel hrátt grænmeti fyrir neyslu.Halda soðnum matvælum frá hráum matvælum til að hindra krossmengun. Þvoið alltaf skurðarbretti og önnur áhöld þegar skipt er úr einni gerð hráefnis yfir í aðra.Forðast ógerilsneydda mjólk.Einstaklingar úr áhættuhóp ættu að varast að borða, reyktan og grafin fisk,  hráan fisk, hrátt kjöt, ósoðin og/eða lítið hitaðan mat.Upplýsingar: Matvælastofnun.