Kobayashi setti heimsmet í Hlíðarfjalli...

Japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi stökk í dag 291 metra í skíðastökki sem er nýtt heimsmet.Núverandi heimsmet í skíðastökki er 253,5 metrar en Kobayashi stefndi á að lenda 300 metra stökki. Það tókst ekki en hann bætti engu að síður heimsmetið um heila 37,5 metra.Orkudrykkjarframleiðandinn Red Bull Japan gerði samning við Akureyrarbæ um gerð stökkpalls í Hlíðarfjalli og upptökur myndefnis.Red Bull sendi frá sér tilkynningu í dag um metstökk Kobayashi og sjá má stökk hans hér fyrir neðan.Undirbúningur fyrir viðburðinn hafði staðið yfir í ár og höfðu íslenskir verkfræðingar lagt skíðateyminu lið.Útbúin var eftirlíking af stökkpalli í Vikersund í Noregi þar sem heimsmet í skíðastökki hafa fallið.Heimsmet Kobayashi hefur ekki verið staðfest formlega.Skíðastökkpallurinn í Hlíðarfjalli.