Nauðsynlegt að fjölga hlutastörfum...

„Við fögnum breytingum á örorkukerfinu, þær eru löngu tímabærar. Geðhjálp hefur áhyggjur af því að í hinu nýja kerfi sé ekki að finna kjarabætur fyrir sokkar fólk. Þess vegna er ekki hægt að sjá þessar stóru umbreytingar á hag skjólstæðinga okkar. Upphæðin sem fólk fær í vasann er óveruleg breyting“, segir Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar.  Tryggingastofnun greiddi rúma 30 milljarða króna vegna örorkulífeyris 2012.  10 árum síðar námu greiðslurnar 67 milljörðum. Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að 108 milljarðar fari í málaflokkinn örorka og málefni fatlaðs fólks og rúmlega 120 milljarðar á næsta ári.Geðraskanir helstu ástæður örorkumatsAf um 17.400 sem fóru í örorkumat 2022 voru tæplega 8 þúsund með geðraskanir samkvæmt nýjustu ársskýrslu Tryggingastofnunar 2022, fleiri konur en karlar. Fleiri konur fengu greiddan endurhæfingarlífeyri, þúsund konur á móti 600 körlum sem greind voru með geðraskanir. Samkvæmt frumvarpinu verður örorkumat lagt af og í staðinn tekið upp samþætt sérfræðingamat.Breyta þarf viðmóti til fólks sem vinnur að andlegri heilsu sinni.Segir formaður Geðhjálpar það auðveldi mörgum að ná bata og komast í vinnu. Til þess að svo verði þarf að vera hvati fyrir atvinnurekendur að ráða fólk með takmarkaða starfsgetu í hlutastörf.   Þannig að það sé að ná bata áður en það kemst inn í örorkubótakerfið og fái raunverulegan stuðning og tækifæri til þess að fara aftur út á vinnumarkaðinn þegar og ef þau treysta sér til.Mikilvægt að gefa fólki tækifæri að komast í vinnuSvava segir að breyta þurfi löggjöfinni svo það sé hvatning fyrir vinnuveitendur að ráða fólk með takmarkaða starfsgetu í vinnu, kostnaðurinn má ekki verða meiri. „Í stað þess að vera með einn starfsmann í fullri vinnu væri mögulega hægt að ráða 2-3 til að sinna sama starfi.  „Það er mikilvægt að búa til þessi tækifæri fyrir fólk sem vill fara aftur á vinnumarkaðinn ef fólk treystir sér til. Það er margt gott í frumvarpinu og verið að stoppa í ýmis göt í þjónustu og í kerfinu“, segir Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar.