Stoppa í göt til að rottur geti lifað hamingjusamlega neðanjarðar og við ofanjarðar...

Í Langholtshverfinu hefur verið hávær umræða undanfarna daga um rottugang. Einn íbúi segir að ástandið hafi ekki verið verra í borginni í rúmlega 50 ár.Það er ekki upplifun meindýraeyðis. „Það er fastur liður á vorin að það komi þessi umræða. Þetta eru dýr sem hafa slæma ímynd og veldur ákveðinni histeríu hjá fólki, eðlilega,“ segir Ólafur Ingi Heiðarsson teymisstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg.Láta vita af bilunum„Ég lít svo á að þau séu að láta okkur vita hvar eru bilanir í kerfinu og þá getum við stoppað í þau göt og þær lifað hamingjusamlega neðanjarðar og við ofanjarðar,“ bætir hann við.Ólafur Ingi hvetur fólk til að láta vita á ábendingavef borgarinnar sjái það rottu.„Hér er týpisk rottuhola, þar sem eru bilanir í lögnum er líklegt að það komi rottur á einhverjum tímapunkti. En við þurfum að fá ábendingar frá íbúum til að vita af þeim. Þá alla jafna skellum við eitri ofan í og lokum fyrir.“Dugar þetta til? „já svo sannarlega.“80 rottuútköll í árSamkvæmt upplýsingum frá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar hafa borist um 80 útköll það sem af er ári sem tengjast rottum á einhvern hátt. Allt árið í fyrra voru þau um 300. Hafið þið orðið vör við, eins og í Langholtshverfi að það séu fleiri tilkynningar þar en undanfarin ár? „Nei ég get ekki sagt það. Það er alltaf einhver reytingur í þessu hverfi. Einfaldlega því þetta er orðið nokkurra áratuga gamalt hverfi. Þá fara lagnir að bresta.“Vanur viðbjóði„Þetta er fullorðið kvikindi. Fólki finnst þetta viðbjóður.“Finnst þér þetta ekki viðbjóður? „Jú en ég er bara orðinn vanur.“ Sumir vilja kenna lífræna ruslinu um þessa óboðnu gesti en Ólafur Ingi segir að ef allt sé vel frágengið sé því ekki um að kenna. En hvað á fólk að gera verði það vart við rottu eða umræðu um slíkt í sínu nágrenni? „Athuga í kringum húsið sitt. Hvort það sjái eitthvað sem betur mætti fara. Hvort að ristar séu í lagi í niðurföllum, hvort að samskeyti þakrenna og lagna séu í lagi og hvort það séu holur í garðinum jafnvel.“