Svartsýnn á að sátt náist um auðlindaákvæði á kjörtímabilinu...

Auðlindaákvæði í stjórnarskrá og breytingar á fiskeldislögum komu til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lagði út af deilum um breytingar á lögum um fiskeldi og hvort leyfi ættu að vera ótímabundin eða takmörkuð við ákveðinn árafjölda. Hún lagði áherslu á að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum.Erfiðustu málin eða þau sem má ná sátt um?Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að rætt hefði verið um auðlindaákvæði í stjórnarskrá í mjög langan tíma. Forveri hans í forsætisráðuneytinu hefði lagt til ákvæði sem stjórnarflokkarnir væru sáttir við en Viðreisn hefði sett sig upp á móti.„Nú er rúmt ár eftir af kjörtímabilinu. Eigum við að fara að tala um það sem er erfiðast að ná sátt um eða eigum við að byrja á því sem við gætum náðum sátt um, sem þingmaður vék að, sem eru held ég fjölmörg atriði,“ sagði Bjarni.Aldrei rétti tíminnÞorgerður Katrín sagði orð forsætisráðherra staðfesta að fyrir Sjálfstæðisflokknum væri aldrei rétti tíminn til að standa vörð um auðlindir þjóðarinnar.„Auðlindaákvæðið sem þið rædduð. Ég kom með eina breytingatillögu, eitt orð og það var tímabinding, og það ætlaði allt um koll að keyra. Tímabinding, allt annað mátti halda sér.“Hún hvatti forsætisráðherra til að taka forystu í þessum efnum. Ólíklega botnað á kjörtímabilinuBjarni sagðist efast um að það skilaði sameiginlegri niðurstöðu að halda áfram með það auðlindaákvæði sem hefði þegar verið til umræðu. Hann sagði umræðuna núna snúast um fyrirsjáanleika þeirra sem stæðu í atvinnurekstri.„Ekki um þetta aldagamla rifrildi sem er ólíklegt að við botnum á þessu kjörtímabili, því miður. Við höfum sýnt ákvæði sem við erum reiðubúnir að styðja og meirihlutinn á þingi er með.“