„Þetta er bara eyðilegging á fallegu svæði“...

Ellefu landeigendur hafa stefnt íslenska ríkinu og Landsvirkjun, til að koma í veg fyrir að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Þetta er bara eyðilegging á fallegu svæði, að mínu mati,“ segir Brynhildur Briem, ein landeigenda við bakka Þjórsár. Hún er ein af þremur eigendum Viðeyjar í Þjórsá, og segir mikilvægt að vernda vistkerfi Viðeyjar. „Eyjan er svo vernduð af því að áin rennur straumhörð báðum megin við hana þannig að það kemst enginn út, hvorki menn eða skepnur, en ef að það verður virkjun þá minnkar vatnið í ánni jafnvel þannig að það verður hægt að fara gangandi út.“ Viðey er friðland og enginn hefur farið þangað svo árum eða árhundruðum skiptir.Til stendur að girða eyjuna af, ef Hvammsvirkjun verður að veruleika, en Brynhildur óttast að það dugi ekki til.