Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla fíkniefnum sem burðardýr...

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag fimmtuga konu með erlendan ríkisborgararétt í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Konan hafði flutt með sér 18.710 töflur af MDMA frá Kaupmannahöfn til Keflavíkurflugvallar þar sem hún var handtekin.Fíkniefnunum hafði hún komið fyrir í tösku og taldist ljóst að þær væru ætlaðar til söludreifingar hér á landi. Ætlaður hagnaður af sölu taflnanna hér á landi er um 60 milljónir króna.Játaði brot sín skýlaustKonan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi og þótti ljóst að hún væri hvorki eigandi fíkniefnanna né skipuleggjandi flutninganna. Hún hefði því í hlutverki burðardýrs einungis séð um flutninginn gegn greiðslu.Litið var til þessara atriða við ákvörðun refsingar sem og játningar konunnar.Í dóminum var hins vegar tekið fram að flutningurinn hefði ekki getað átt sér stað án aðkomu hennar og að um verulegt magn hættulegra fíkniefna hefði verið að ræða.Konan var því dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsisvist ásamt því að greiða rúmlega 1,2 milljónir í sakarkostnað.