Ákærðir í tengslum við kosningaafskipti í Arizona...

Átján hafa verið ákærðir í Arizona í tengslum við kosningaafskipti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að ranglega staðfesta sigur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í ríkinu.Aðeins ellefu hinna ákærðu hafa hingað til verið nafngreindir en á meðal þeirra eru kjörnir fulltrúar og hátt settir Repúblikanar. Þar má nefna Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmann Trumps, Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Trumps og Jake Hoffman og Anthony Kern, þingmenn Repúblikana í Arizona.Í tilkynningu ríkissaksóknara í Arizona í gær er einnig minnst á að fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tengist málinu sem samverkamaður en hann sé þó ekki meðal ákærðu. Ætla má að þar sé átt við Trump.Málið er svipað því sem hefur verið höfðað gegn Donald Trump og átján ætluðum samverkamönnum í Georgíuríki. Trump hefur einnig verið ákærður fyrir kosningaafskipti í tengslum við árásina á bandaríska þinghúsið árið 2021, meðferð leynilegra skjala og mútugreiðslur.Réttarhöld eru hafin í mútugreiðslumálinu en tímasetning réttarhalda í öðrum málum gegn honum hafa ekki verið tilkynnt.