Áfram viðræður um vopnahlé á Gaza í dag
Áfram viðræður um vopnahlé á Gaza í dag...

Ekkert þokaðist í samkomulagsátt í viðræðum um vopnahlé á Gaza í Kaíró í gær. Viðræður halda þó áfram í dag. Hamas segist ekki samþykkja vopnahlé nema til að ljúka stríðinu, meðan forsætisráðherra Ísraels segir slíkt ekki koma til greina.Viðræðurnar í gær voru með þátttöku sendinefnda frá Hamas og yfirvöldum í Egyptalandi, Katar og Bandaríkjunum. Ísraelsmenn tóku ekki beinan þátt í þeim. Ekkert miðaði í samkomulagsátt í gær og Ísraelsmenn segjast ekki ætla að senda viðræðunefnd til Kaíró nema að góðar vonir væru um samkomulag, meðal annars um lausn gíslanna.Ósamræmanlegar kröfurBæði Ísraelsmenn og Hamas halda fast í kröfur sem virðist ekki hægt að samræma. Alger endalok hernaðaraðgerða Ísraels á Gaza, og brotthvarf hernámsliðsins, eru forsendur Hamas-samtakanna fyrir samningi. Háttsettur embættismaður samtakanna, sem krafðist nafnleyndar, lýsti þessu yfir í gærkvöld, og sakaði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels um að koma í veg fyrir vopnahlé til að verja sína persónulegu hagsmuni.Netanjahú sagði við ríkisstjórn sína í morgun að ekki væri hægt að verða við kröfum Hamas um að ljúka stríðinu á Gaza. Ekki væri hægt að láta þá stöðu koma upp að herlið Hamas kæmi úr byrgjum sínum, næði aftur völdum á Gaza, byggði upp herstyrk sinn og ógnaði á ný ísraelskum borgurum.