Áhyggjur af mögulegri stökkbreytingu fuglaflensuveirunnar
Áhyggjur af mögulegri stökkbreytingu fuglaflensuveirunnar...

Skæð fuglaflensa, eða H5N1 eins og núverandi afbrigði er kallað, er vaxandi áhyggjuefni meðal heilbrigðisyfirvalda víða um heim. Undanfarin fjögur ár hefur tugum milljóna sýktra alifugla verið slátrað, en fuglaflensan hefur einnig fundist í spendýrum eins og selum og rostungum, og nú síðast í kúm og geitum sem er vísbending um að vírusinn sem veldur flensunni hafi mögulega stökkbreyst og geti smitast milli spendýra.Fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi smitast af fuglaflensu, og dánartíðnin er uggvænleg; af 889 tilfellum um smit í fólki síðustu 12 mánuði dóu 463, eða rúmlega helmingur, sagði yfirmaður hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um miðjan þennan mánuð.Ekkert bendir til þess, enn sem komið er, að vírusinn geti smitast milli fólks, en möguleg þróun veirunnar frá fuglum yfir í spendýr veldur miklum áhyggjum.„Þetta er stórt áhyggjuefni,“ sagði Jeremy Farrar, yfirmaður vísinda hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi um miðjan apríl. „Þessar áhyggjur snúa auðvitað að því að vírusinn sé í auknum mæli að smitast yfir í spendýr og gæti þess vegna aðlagast og þróað þann eiginleika að geta smitast milli fólks.“Ummæli Farrars komu skömmu eftir að staðfest var að starfsmaður á mjólkurbúi í Texas í Bandaríkjunum hafði smitast af fuglaflensu, mögulega af nautgrip sem var sýktur af vírusnum; það væri þá fyrsta slíka staðfesta tilfellið. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar tók fram að viðkomandi starfsmaður hefði ekki fengið alvarleg einkenni og væri að ná sér að fullu, en sagði líka: „Hvert og eitt tilfelli af H5N1 veldur áhyggjum, því veiran er hættuleg fólki. Hins vegar hefur aldrei verið staðfest að hún berist milli manna.“Vægar og skæðar veirur„Fuglaflensuveiran er inflúensuveira af tegundinni A og sjúkdómurinn hefur verið þekktur í marga áratugi og þess vegna nokkur hundruð ár aftur í tímann, “ segir Brigitte Brugge, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, einn helsti sérfræðingur landsins í fuglaflensu. „Vírusinn hefur einstaka sinnum valdið fjöldadauða í villtum fuglum á síðustu öld, en þessi tilfelli hafa verið mjög sjaldgæf í villtu fuglunum og sjúkdómurinn hefur af og til náð að smita alifugla og hefur þá valdið skæðum áföllum.“Fyrst var gert grein fyrir fuglaflensu í lok 19. aldar. Flensan er sett í tvo flokka, vægar og skæðar, eftir því hversu alvarlegir sjúkdómar fylgja þeim í hænsnfuglum. Vægu útgáfurnar finnast að staðaldri í villtum fuglum, eins og öndum og mávum, en stundum stökkbreytast þær og geta þá valdið skæðum faraldri í alifuglum.„Í kringum 1996 gerist það í Kína að ein þessara veira, H5N1, fór að smitast úr alifuglum aftur í villta fugla og fór að valda skæðum afföllum í villtum stofnum, og þaðan barst veiran, dreifðist til vestur, og olli í Evrópu þessum skæðu sjúkdómum á alifuglum á árunum 2003, 2004 og 2005 og margir muna eftir hér. Þá var var veiran að sýkja fólk í Kína og þetta var mikið áhyggjuefni, því hún hafði ákveðna eiginleika til að geta valdið heimsfaraldri í fólki, sem er alltaf stóra áhyggjuefnið, ef þessar fuglaflensuveirur ná að aðlagast að fólki, þá geta þær valdið heimsfaraldri.“Á þessum tíma var gripið til aðgerða í Evrópu og annars staðar. Hrinan fjaraði út, en veiran var áfram til í villtum fuglum og hefur komið í bylgjum á undanförnum árum í alifuglum, sérstaklega á veturna líkt og með flensu hjá mannfólkinu.Með farfuglum frá Íslandi vestur um hafEn fyrir nokkrum árum, í kringum 2020 fór mynstrið að breytast, segir Brigitte. Tilfellum í villtum fuglum í Evrópu fækkaði ekki yfir sumartímann, heldur var eins og skæða útgáfan væri orðin landlæg í Evrópu, og ekki lengur tilfallandi.„Veturinn á undan breiddist veiran út til Bandaríkjanna og erfðafræðilegar rannsóknir sýndu fram á að þessi sjúkdómshrina í Bandaríkjunum stafaði af evrópskum veirum sem bárust þangað, að öllum líkindum með villtum fuglum sem hafa ferðast um Ísland, vestur og haf, og hafa verið um veturinn 2022-23, náð vesturströnd Kanada, og þaðan hefur veiran borist lengra suður til Bandaríkjanna sumarið 2023 og hefur þar valdið gífurlegum afföllum í alifuglarækt,“ segir Brigitte.Veiran hélt svo áfram að ferðast vestur eftir Bandaríkjunum og áfram til Suður Ameríku, þar sem fuglaflensa hafði aldrei greinst áður. Hún virðist hafa aðlagast í villtum fuglum, sem útskýrir útbreiðsluna og áhrifin á fuglastofna.Sæljón og selir fórnarlömb fuglaflensunnarOg það voru ekki bara fuglar sem smituðust; sumarið 2022 fundust mörg hundruð dauðir selir á ströndum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada, og snemma árs í fyrra drápust þúsundir sæljóna í Chile og Perú – nokkrum mánuðum síðar var veiran komin fyrir Hornhöfða, til Argentínu og Úrúgæ og áfram til Brasilíu.„Þessar fuglainflúensuveirur eru alltaf að stökkbreytast og það er verið að fylgjast með, sérstaklega þar sem greiningar í spendýrum liggja fyrir,“ segir Brigitte. „Það hafa alltaf fundist einstök spendýr sem hafa verið sýkt af fuglainflúensu, en ekki í þessu mikla mæli sem raun bar vitni í Suður Ameríku í fyrrasumar og fram á veturinn. Þessar veirur í Suður Ameríku sýna einhverja aukna aðlögun að spendýrum, en það sem skiptir líka máli er hvort spendýr eru að smita hvort annað, eða smitast þau af sýktu umhverfi og sýktu fæði. Það er enn þá frekar óljóst og ekki búið að sanna það að spendýrin hafi smitast beint sín á milli.“Þeir eru þó til sem telja það orðið líklegra en áður að H5N1-veiran geti smitast milli spendýra. Í grein sem birtist nýlega í New York Times um þessa útbreiðslu í Suður-Ameríku er til dæmis nefnt að hópdauði sæljóna í Argentínu hafi ekki orðið á sama tíma og villtir fuglar féllu þar í hrönnum. Birgitta telur telur hins vegar mjög ólíklegt að veiran geti smitast milli spendýra.„Þessar veirur í Suður Ameríku, í sæljónum og öðrum sjávarspendýrum, þær hafa ekki náð þessari aðlögun að smiti í spendýrum eins og er stóra áhyggjuefnið, ekki frekar en aðrar veirur sem við höfum fundið í Evrópu núna undanfarið ár í spendýrum eins og refum. Í þessum veirum koma fram stökkbreytingar sem gera veirunni aðeins auðveldara að smita aðrar dýrategundir, en þær hafa enn sem komið er ekki sýnt þessar stökkbreytingar sem eru áhyggjuefni; að þær geti fest sig í spendýrum og smitað fólk. Þess vegna er smithætta frá villtum fuglum yfir í fólk talin mjög lítil.“Uggvænleg dánartíðniMeðal þeirra sem sýkst hafa af skæðri fuglaflensu er