Tesla höfðar mál gegn Tesla
Tesla höfðar mál gegn Tesla...

Bílaframleiðandinn Tesla hefur höfðað mál gegn indverska rafgeymaframleiðandanum Tesla Power fyrir brot á vörumerkjalögum. Þess er krafist að indverski framleiðandinn greiði bætur og tafarlaust lögbann verði lagt á notkun nafnsins.Bílaframleiðandinn lagði fram gögn í dómsal í Delhi í vikunni um að Tesla Power hafi notað vörumerkið áfram þrátt fyrir dómkvaddan úrskurð um að það skyldi hætta því í apríl árið 2022. Indverska fyrirtækið segist á móti fyrst og fremst framleiða rafgeyma og það hafi engin áform um að fara í samkeppni við Tesla á bílamarkaðnum.Wikimedia CommonsIndverski framleiðandinn fær þrjár vikur til að skila inn skriflegu svari við málsókninni. Fulltrúi indverska fyrirtækisins tjáði fréttastofu Reuters að það hafi verið starfandi talsvert lengur en bílaframleiðandinn. Málinu verður fram haldið í dómsal 22. maí.