Þurfum að endurskipuleggja starfsemi SÁÁ segir formaðurinn
Þurfum að endurskipuleggja starfsemi SÁÁ segir formaðurinn...

Sumarlokanir hjá SÁÁ eru óhjákvæmilegar vegna sumarleyfa starfsfólks og eldri samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Nýr samningur á að færa rekstur meðferðarinnar í breytt og betra form.Eins og allir aðrir heilbrigðisgeirar, það er bara barist um lækna og hjúkrunarfræðinga og áfengis- og vímuefnaráðgjafa þannig að við erum í samkeppni líka um starfsfólkSérhæfð þjónusta eins og SÁÁ sinnir verður ekki fullmönnum yfir sumarið, segir formaður samtakanna en nýr samningur eru í vinnslu við Sjúkratryggingar Íslands sem vonir eru bundnar við að muni breyta miklu og bæta fjárhag samtakanna.Vík á KjalarnesiGöngudeild SÁÁ og meðferðarstöðin Vík loka hvort um sig í sex vikur í sumar. Sjá tilkynningu hér frá samtökunum. Einstaklingum mun standa til boða að dvelja lengur á sjúkrahúsinu Vogi vegna þessa og hafa aðgang að ráðgjöfum eftir dvölina þar, eða þar til framhaldsmeðferðin opnar aftur. Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ segir erfitt að fá afleysingar.„Þannig að þetta er mjög sérhæft starfsfólk til þess að leysa af og þess vegna forgangsröðum við þannig að við höldum spítalanum Vogi opnum og keyrum hann áfram allt árið en eins og allir aðrir heilbrigðisgeirar, það er bara barist um lækna og hjúkrunarfræðinga og áfengis- og vímuefnaráðgjafa þannig að við erum í samkeppni líka um starfsfólk. Við störfum líka undir mjög ströngum heilbrigðislögum. Það er ekki bara hver sem er sem má leysa af.“SÁÁ dregur úr þjónustu sinni á sumrin og mun eftirspurn að Vík og Vogi einnig vera minni á þeim árstíma. Vonast er til að með nýjum samningi við SÍ eða Sjúkratryggingar Íslands verði rekstrarumhverfi SÁÁ betra.Ríkið kaupir þjónustu af samtökunum fyrir 1,5 milljarð árlega en samtökin hafa sjálf greitt með rekstrinum og áætla 120 milljónir í ár. Anna segir engan sveigjanleika fyrir reksturinn eins og samningar hafa verið.Göngudeildin í Efstaleiti„Það er bara kominn tími til að endurskipuleggja starfsemina. Þetta rekstrarform er að allt er niðurnjörvað í samninga og það er ekki hægt að breyta þjónustunni nema þá með nýjum samningum og það er bara það sem við erum að gera núna erum að gera núna,“ segir Anna Hildur.Þjónusta fyrir einstaklinga í lyfjameðferð við ópíóíðafíkn verður tryggð í sumar en þjónusta við aðstandendur skerðast vegna lokunar á göngudeildinni.