Afgerandi kosning um sameiningu sýni vilja íbúanna
Afgerandi kosning um sameiningu sýni vilja íbúanna...

90% íbúa Húnabyggðar, sem kusu um sameiningu, sögðu já og 75% íbúa Skagabyggðar. Svo mikið fylgi með sameiningu segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, skipta miklu máli. Sameining sveitarfélaga sé oft erfið og henni fylgi miklar tilfinningar. „Heilt yfir þá lítum við svo á að íbúarnir séu að langmestu leyti mjög fylgjandi þessari sameiningu.“Hagsmunum íbúanna best borgið í sameinuðu sveitarfélagiOg hagsmunum íbúanna sé best borgið með því að vinna þétt saman í stærra og um leið sterkara sveitarfélagi. Stórir málaflokkar eins og samgöngur, orkumál, skóla- og félagsmál, séu erfiðir viðureignar. Þá ætti þjónustustigið að batna. „Svo eru til skemmri tíma litið jákvæð áhrif af því að setja svona tvö sveitarfélög saman. Til dæmis fjárhagslega og svo náttúrulega fylgja ýmis verkefni þessari sameiningu sem eru jákvæð fyrir þau.“Fjárhagsleg framlög stjórnvalda gætu numið 750-1.000 milljónumÁætla megi að fjárhagsleg framlög stjórnvalda vegna sameiningarinnar verði á bilinu 750 milljónir til einn milljarður króna. Þetta séu meðal annars sérstök sameiningarframlög úr Jöfnunarsjóði, stuðningur við uppbyggingu í skólamálum og ný verkefni í vegaframkvæmdum.Börn úr Skagabyggð geti sótt skóla á Skagaströnd eftir sem áðurÞað er enginn skóli í Skagabyggð og margir íbúanna hafa sótt þá þjónustu á Skagaströnd. Enda er í mögum tilfellum styttra þangað en inn á Blönduós. Pétur segir að engin breyting þurfi að verða á þessu við sameininguna við Húnabyggð. „Það er í sjálfu sér engin ástæða til þess að keyra með börn framhjá Skagaströnd til þess að fara með þau í skóla á Blönduósi. Þannig að kjósi íbúar að fara með börnin sín í leikskóla eða grunnskóla á Skagaströnd, þá er það bara sjálfsagt að okkar mati.“Sameiningin tekur formlega gildi 1. ágústSameiningin tekur formlega gildi 1. ágúst. Þetta er víðfeðmt sveitarfélag, en flatarmál þess er um 4.500 ferkílómetrar. Íbúarnir verða 1.350 miðað við íbúatölur 1. janúar. „Nú tekur við tæknileg vinna,“ segir Pétur. „Það þarf að bóka hluti í sveitarstjórn á ákveðinn hátt og skipa nefnd sem sækir formlega um þessa sameiningu til ráðuneytisins. Það er vinna sem er þegar farin af stað. Þá er miðað við að þetta fari formlega í gegn fyrsta ágúst og verði samþykkt af ráðuneytinu fyrir þann tíma.“