Emilíana Torrini og Miss Flower
Emilíana Torrini og Miss Flower...

Emilíana Torrini hefur verið ein vinsælasta og farsælasta tónlistarkona Íslands síðan á tíunda áratug síðustu aldar þegar hún steig sín fyrstu skref með hljómsveitinni Spoon. Frá árinu 1995 hefur hún brallað ýmislegt og sent frá sér þó nokkrar sólóplötur. Miss Flower er áttunda platan í röðinni frá henni.Platan fjallar um líf Miss Flower. Emilíana Torrini og vinkona hennar, Zoe, voru að gramsa í bréfum nýlátinnar móður Zoe, Geraldine Flower, þegar þær komust óvænt yfir æsispennandi og óvenjulegt leynilíf hennar. Þetta efni notar Emilíana ásamt lagahöfundinum Simon Byrt til að skapa konsept plötu, sem er lýsing á lífi einstakrar konu.Vala Eiríks, umsjónarkona Plötu vikunnar, fékk Emilíönu í hljóðstofu þar sem þær fóru yfir ferilinn og hlustuðu á nýju plötuna, Miss Flower, í heild sinni.