For­síða franska blaðsins L’Equ­i­pe af Messi vekur mikla at­hygli

Spennan er farin að magnast fyrir úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu milli Argentínu og Frakklands. Leikurinn fer fram á Lusail leikvanginum í útjaðri Doha í Katar og í Frakklandi tók franska staðarblaðið L’Equipe áhugavert sjónarhorn á argentínsku knattspyrnustjörnunni Lionel Messi á forsíðu sinni.

Þar var Messi sagður vera franskur og fyrirsögnin: Frakkinn Messi

Messi er aðal stjarna Argentínu og jafnan nefndur besti knattspyrnumaður sögunnar. Fram undan er hans síðasti leikur á HM í knattspyrnu þar sem að hann getur endanlega fullkomnað knattspyrnuferil sinn með eftirsóttasta titli knattspyrnuheimsins.

Þessi snúningur L’Equipe á stöðu mála vísar til hlutverks Messi með franska stórliðinu Paris Saint-Germain en hann gekk til liðs við franska stórliðið árið 2021.

Eftir erfiða byrjun með franska félaginu tókst Messi að finna fjölina eftir að hafa eytt öllum atvinnumannaferli sínum hjá Barcelona.

Messi varð franskur meistari með PSG í fyrra og stefnir á að endurtaka leikinn og bæta í á yfirstandandi tímabilinu. Fyrst mun hann hins vegar reyna leiða Argentínu til sigurs á heimsmeistaramótinu, tryggja sér titilinn sem hann þráir svo mikið.

Forsíðu L’Equipe af Messi má sjá hér fyrir neðan: