Helgi Áss einn efstur á Íslandsmótinu í skák...

Fimmta umferð Íslandsmótsins í skák var tefld í Mosfellsbæ í gær og í gærkvöldi. Fyrir fjórðu umferð voru þrír skákmenn efstir og jafnir en nú er það bara einn. Helgi Áss Grétarsson var sá eini af efstur þremur sem vann sína skák í gær. Hann lagði Olgu Prudnykovu og er með fjóra og hálfan vinning. Vignir Vatnar Stefánsson og Hannes Hlífar Stefánsson voru jafnir Helga fyrir gærdaginn en Hannes Hlífar tapaði gegn Hilmari Frey Heimissyni og Vignir Vatnar gerði jafntefli við Lenku Ptácníkovu. Það þýðir að Vignir Vatnar og Heimir Freyr eru nú jafnir í 2.-3. sæti með fjóra vinninga en Hannes Hlífar er með þrjá og hálfan.Sjötta umferð er tefld í dag í íþróttamiðstöðinni Kletti sem er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Í dag mætast meðal annars Helgi Áss og Hilmar Freyr.