Aukið álag þegar tvö manndráp eru rannsökuð á sama tíma...

Rannsókn lögreglu á mannsláti á Kiðjabergi á laugardag er enn í fullum gangi. Lögreglan vill lítið segja um hvað gerst hafi.Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að enn sé beðið eftir bráðabirgðaniðurstöðum krufningar og telur ólíklegt að þær berist í dag.Hann segir óneitanlega hafa áhrif þegar tvö mannslát verða með stuttu millibili þar sem grunur er um manndráp. Rannsóknirnar séu yfirgripsmiklar og álag á starfsfólk aukist.„Við höfum ekki fundið fyrir töfum sem slíkum. Það er af því að fólk vinnur lausnarmiðað og við eigum gott samstarf við réttarmeinafræðinga og önnur embætti,“ segir Jón Gunnar.Fjórir Litáar hafa stöðu sakbornings í málinu og voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Tveimur þeirra var sleppt úr varðhaldi í gær.