Fjórir slasaðir eftir að hestar fældust í London...

Fjórir voru fluttir á spítala eftir að fimm hestar fældust í miðbæ London í dag.Hestarnir, sem tóku þátt í æfingum breska hersins nærri Buckingham-höll, fældust vegna háværra byggingarframkvæmda.Fjórir hermenn féllu af baki þegar hestarnir tóku af stað en einn hermannanna sá um tvo hestanna. Þrír af hermönnunum fengu aðhlynningu ásamt einum óbreyttum borgara. Sá var hjólreiðamaður sem varð fyrir hlaupi hestanna. Enginn slasaðist alvarlega í hamaganginum. Hestarnir ullu miklu fjaðrafoki og skemmdum í borginni, þar á meðal skemmdum á bifreiðum. Þeir klestu meðal annars á leigubíl og tveggja hæða rútu með þeim afleiðingum að framrúðan splundraðist.Breski herinn segir að allir hestarnir séu komnir í öruggar hendur og að þeir hafi fengið aðhlynningu frá dýralækni. Tveir hestanna á harða stökki í gegnum miðbæ London.Tveir hestanna náðu að hlaupa alls um átta kílómetra í heildina og náðust í Limehouse hverfi í austur London. Lögreglumenn náðu þar að lokum stjórn á dýrunum.